Nú getur þú fengið veggspjald í barnaherbergið í stíl við hengið fyrir verðlaunapeningana.
Þú velur þína íþróttamynd með þínu nafni. Þú velur lit á íþróttamyndina og nafnið undir er í svörtum lit. Nafnið skrifar þú í svæðið "Nafn á hengi" á greiðslusíðunni. Veggspjaldið er í stærð A4 (21*29,7 cm).
Ég mæli með að þú veljir sama íþróttakall og er á henginu þínu fyrir verðlaunapeningana.
Prentað á mattan 340 gr. hvítan pappír hjá Pixlar. Verð er án ramma.
Í boði er góður afsláttur til íþróttaliða. Hafið samband.
Sýnishorn er sent til kaupanda áður en veggspjaldið er prentað. Hægt að sækja til Pixlar eða til Perla design í Garðabæ eða bara fá sent heim.
Upplögð afmælisgjöf!